Bestu afrek Meistaramótsins

Valin voru bestu afrek mótsins, það eru þau sem hljóta flest stigin fyrir eina grein. Það urðu þau Hafdís Sigurðardóttir úr UFA í langstökki með stökk uppá 6,36m sem er jöfnun á Íslandsmetinu hennar en vindurinn var reyndar aðeins of mikill. Þetta gaf henni 1065stig. 
Hjá körlunum varð það Guðmundur Sverrisson úr ÍR sem varð stigahæstur með því að kasta spjótinu 80,66m og það gaf honum 1096 stig. Frábær árangur hjá honum og einnig persónulegt met í spjótinu. Það hefur ekki neinn Íslendingur kastað yfir 80m frá því um 1992. 
 
 

FRÍ Author