Besti árangur íslensks frjálsíþróttaliðs í Evrópukeppni landsliða

Hin frábæra frammistaða byggir á metnaðarfullri frammistöðu okkar landsliðsmanna. Rétt eins og hjá öðrum þjóðum erum við með veikar greinar, þá er liðsheildin sýnilega sterkari en fyrr.
 
Nýtt Íslandsmet var sett í 4×100 m boðhlaupi en sveitin kom í 5. sæti í mark á 40,72 sek. hársbreidd frá 2. sæti. Sveitina skipuðu þeir Juan Ramón Borges Bosque, Ívar Kristinn Jasonarson, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason. Fyrra metið var sett í Tblisi í fyrra var 40,84 sek. Myndin sýnir sveitina að afloknu hlaupi á laugardag.

Ásdís Hjálmsdóttir og Hafdís Sigurðardóttir sigruðu sitthvora greinina, en Ásdís keppti auk þess bæði í kúluvarpi og kringlukasti og náði góðum árangri þar líka. Hafdís keppti í langstökki, þrístökki ásamt því að vinna 400 m. Hún var líka í báðum boðhlaupssveitunum, 4×100 og 4×400 m. Aníta Hinriksdóttir varð 2. í 800 m hlaupi.

Besta árangri karla náði Hlynur Andrésson  í 5.000 m hlaupi en hann kom annar í mark á 14:46,79 mín. Þá varð Guðmundur Sverrisson 2. í spjótkasti með 69,66 m. Guðni Valur Guðnason náði ágætis árangri í kringlukasti með 57,89 m, en greinin vannst á 64,73 m.

Danir og heimamenn, Búlgarir, voru í efstu tveimur sætum 2. deildar og keppa í 1. deild næst þegar keppt verður í deildarkeppninni, árið 2017. Úr 1. deild koma lið Lettlands og Litháen, en Eistland slapp naumlega við fall, einu stigi meira en Lettland. Lið Austurríkis, Slóvakíu, Ísraels og Moldovu færðust upp í 2. deild, en 12 lið verða þar framvegis.

Myndir sem Gunnlaugur Júlíusson tók í keppninni er hægt að sjá hér

Einstaklingsárangri er hægt að fletta upp hér

FRÍ Author