Bergur Ingi kastaði 72,65 m í Þýskalandi og varð í 5. sæti

Bergur Ingi Pétursson FH keppti á kastmóti í Fränkisch-Crumbach í Þýskalandi á sunnudaginn og kastaði lengst 72,65 metra og varð í 5. sæti af 17 keppendum í sleggjukastinu. Bergur var aðeins með tvö köst gild í keppninni, kastaði 69,98 metra í fyrstu umferð og síðan 72,65 metra í fjórðu umferð.
 
Sergej Litvinov LG Frankfurt sigraði, kastaði 76,38 og Markus Esser TSV Bayer 04 varð í öðru sæti með 76,26 metra. Bergur Ingi hélt síðan áleiðis til Kýpur í gær, þar sem hann keppir í dag á Smáþjóðaleikunum kl. 14:00 að íslenskum tíma, en sleggjukastið er fyrsta keppnisgreinin á leikunum í frjálsíþróttakeppninni í dag.

FRÍ Author