Bergur Ingi kastaði 71,63 metra í Peking

Bergur Ingi Pétursson FH keppti í nótt í undankeppni sleggjukastsins í Peking í nótt.
Bergur kastaði 69,73m í fyrstu umferð, gerði ógilt í annari umferð og kastaði síðan 71,63m í síðustu umferð.
Hann varð í 13. sæti af 16 keppendum í fyrri kasthópi og í 25. sæti af 33 keppendum í keppninni.
Síðasta sæti inn í úrslit var 75,34 metra, svo Bergur hefði þurft að bæta Íslandsmet sitt um 86 sm til þess að ná því, en Íslandsmet hans er 74,48 metrar frá því fyrr í sumar. Bergur átti næst lakastan árangur af þeim sem kepptu í nótt, svo hann náði að vinna sjö kastara sem áttu betri árangur en hann í keppninni í nótt.
 
Þó svo að Bergur hafi ekki náð að kasta eins langt og hann hefði viljað í nótt, þá er þessi árangur hans á sínu fyrsta stórmóti alveg ásættanlegur og ljóst að með sama áframhaldi verður ekki langt að bíða að hann muni komast í úrslit á stórmótum í framtíðinni, enda er hann aðeins 22 ára og er því rétt að hefja sinn feril sem sleggjukastari.
 
Sjá nánar: www.iaaf.org

FRÍ Author