Bergur Ingi kastaði 70,83m og Óðinn Björn 18,67m í Bålsta

Á vorkastmóti í Bålsta í Svíþjóð kepptu Óðinn Björn Þorsteinsson í kúluvarpi og Bergur Ingi Pétursson í sleggjukasti. Þeir sigruðu báðir í sínum greinum Óðinn Björn byrjaði keppnistímabilið með 18,67 m í kúluvarpi sem góður árangur hjá honum og gefur fyrirheit um enn betri árangur á næstu vikum. Bergur Ingi sigraði í sleggjukastinu og kastaði hann sleggjunni 70,83. Þjálfari þeirra Eggert Bogason var með þeim á mótinu.
Þess má geta að mótinu var frestað í 2 klukkutíma vegna óhapps og þurftu keppendur að undirbúa sig tvisvar fyrir kastgreinarnar sem er ekki heppilegt ef menn vilja bæta sig.
 
Fréttin er af www.frjalsar.is

FRÍ Author