Bergur Ingi í 9 sæti og nýtt Íslandsmet á kastmóti í Split

Sleggjukastkeppnina vann Marco Lingua frá Ítalíu, hann kastaði sleggjunni 77,87 metra. Í öðru sæti var ungverjinn Krisztian Pars með 77,06 m. Í þriðja sæti varð Dzmitry Shako frá Belarus en hann kastaði 76, 86 m.
 
Bergur Ingi verður mikið við æfingar erlendis fram að Ólympíuleikum og er markmið hans að kasta sleggjunni 74.00 m. Bergur hefur nýlega hlotið B styrk frá Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu sem gerir honum kleift að vera við æfingar erlendis við bestu aðstæður.
 
Bein leið á úrslitasíðu keppninnar : http://www.split2008.com/results.html
 
Að gefnu tilefni má vekja athygli á því að Ólympíuhópur FRÍ hefur blog horn hér á FRÍ síðunni þar sem þau munu skrifa um sitt daglega líf fram að Ólympíuleikunum.
 
http://www.fri.is/pages/articles6/bloggolympiuhopsfri/
 
Einnig er Ólympíuhópnum gerð skil með þeirra árangri og þeim lágmörkum sem þau þurfa að ná til þess að komast til Peking, en Þórey Edda Elísdóttir hefur þegar náð lágmarkinu.
 
 

FRÍ Author