Bergur Ingi í 3.sæti í Fränkisch Crumbach með 73,59 metra

Bergur Ingi Pétursson Íslandsmethafi í sleggjukasti úr FH varð í 3. sæti á sterku sleggjukastmóti í Fränkisch Crumbach í Þýskalandi í dag.
Bergur kastaði lengst 73,59 metra sem er aðeins 89 sm frá Íslandsmetinu sem hann setti fyrir viku síðan í Kaplakrika.
Kastsería Bergs var mjög góð í dag: 70,62-óg-73,59-73,32-71,20-óg.
Markus Esser Þýskalandi sigraði á mótinu í dag með 77,22 metra og Jens Rautenkranz Þýslalandi varð í öðru sæti með 76,19 metra.
Í fjórða sæti varð Markus Kalmaier Þýskalandi með 72,83m og Benjamin Boruschewski Þýskalandi var fimmti með 72,50m.
Bergur Ingi er sem stendur í 35. sæti heimslistans í sleggjukasti með Íslandsmet sitt 74,48 metra, Markus Esser er í 14. sæti listans og Jens Rautenkranz er í 19. sæti.
Á myndinni takast þeir Bergur Ingi og Markus Esser hraustlega í hendur á verðlaunapallinum.

FRÍ Author