Bergur Ingi bætti Íslandsmetið í sleggjukasti í 70,52 metra

Bergur Ingi varð annar í mótinu í Finnlandi í dag, en aðstæður voru ekki sem bestar, 4 stiga frost. Þessi frábæra byrjun hjá Bergi lofar góðu fyrir framhaldið, en Bergur stefnir á að þátttöku á Ólympíuleikunum í Peking í ágúst, en til þess að komast þangað þarf hann að kasta yfir 74 metra fyrir lok júlí.
 
Næsta mót Bergs Inga er Vetrakastmót EAA, sem fram fer í Split 15.-16. mars nk.

FRÍ Author