Bein útsending á Íþróttamanni ársins á morgun

Á morgun fá íþróttakarlar og íþróttakonur sérgreina 2016 afhendar viðurkenningar frá ÍSÍ og jafnframt fer fram kjör á Íþróttamanni ársins sem Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir. Bein útsending frá afhendingu viðurkenninga til íþróttafólks sérsambanda hefst á RÚV2 kl. 18:00. Bein útsending frá kjöri íþróttamanns ársins fer fram frá kl.19:40 á RÚV. Íþróttamaður ársins er nú kjörinn í 61. sinn en þjálfari og lið ársins í fimmta sinn.

FRÍ Author