Beggja handa kastmót Breiðabliks

Þriðja beggja handa kastmót Breiðabliks verður haldið á Kópavogsvelli þannig 22. ágúst og er skráning nú þegar hafin í mótaforriti FRÍ: http://thor.fri.is/SelectedCompetitionEvents.aspx?Code=M-00000377
Skráningarfrestur er til miðnættis 20. ágúst.

Eins og fyrri ár verður keppt í beggja handa kúluarpi, kringlukasti og spjótkasti og hinni sívinsælu beggja handa kastþríþraut. Allir keppendur fá tvö köst með vinstri hendi og tvö köst með hægri. Þeir fjórir í hverjum flokki sem hafa lengsta samanlagða árangur besta kasts með vinstri og besta kasts með hægri fá eitt kast í viðbót á hvora hönd. Í þríþrautinni verða gefin stig eftir stigatöflu í tugþraut karla og kvenna. Til að koma í veg fyrir að mótið dragist á langinn eins og síðustu tvö ár hefur verið ákveðið að keppa ekki í 16-17 ára flokki en þeir sem eru yngri en 18 ára mega að sjálfsögðu keppa, en þá aðeins með 18-19 ára þyngdum. Flokkarnir sem keppt verður í eru þá eftirfarandi:

Karlar 18-19 ára (6 kg kúla, 1,75 kg kringla, 800 g spjót)
Karlar 20 ára og eldri (7,26 kg kúla, 2 kg kringla, 800 g spjót)
Konur 18 ára og eldri (4 kg kúla, 1 kg kringla, 600 g spjót)

Drög að tímaseðli (tímaseðill gæti breyst ef skráning er meiri eða minni en áætlað er):

17:30 Kúluvarp Karlar 20+
18:00 Kringlukast Karlar 18-19
18:00 Spjótkast Konur 18+
18:30 Kringlukast Karlar 20+
18:45 Spjótkast Karlar 18-19
18:45 Kúluvarp Konur 18+
19:30 Spjótkast Karlar 20+
19:30 Kringlukast Konur 18+
19:30 Kúluvarp Karlar 18-19

Hér má finna Facebook síðu mótsins