Beggja handa kastmót Breiðabliks fer fram á föstudaginn

Skráning er hafin á Beggja handa kastmót Breiðabliks en mótið verður haldið í annað skiptið á Kópavogsvelli þann 18. ágúst. Metaregn var á mótinu í fyrra og voru alls sett 20 ný Íslands- og aldursflokkamet. Guðni Valur Guðnason ÍR bætti Íslandsmet fyrrum Evrópumeistarans Gunnars Huseby um 29 cm í beggja handa kringlukastinu en það met hafði staðið í 66 ár, 1 mánuð og 11 daga. Við vonumst eftir að mótið í ár verði jafn gjöfult á met og skorum á alla kastara landsins til að taka þátt og reyna að skrá nafn sitt í metabækurnar. Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald.

Fyrirkomulag keppninnar verður þannig að keppt verður í beggja handa kúluvarpi, beggja handa kringlukasti og beggja handa spjótkasti í öllum aldursflokkum frá 16-17 ára af báðum kynjum. Keppni í beggja handa köstum fer þannig fram að fyrst fá keppendur þrjú köst með hægri hendi og svo þrjú köst með vinstri hendi. Samanlagður besti árangur með hægri hendi og besti árangur með vinstri hendi er heildarárangur keppandans. Keppendur geta tekið þátt í einstökum greinum eða öllum og verið þá með í stigakeppni. Gefin eru stig út frá þeim skala sem notaður er í fjölþrautarkeppnum.

Ríkjandi stigameistarar eru Blikarnir Jón Bjarni Bragason og Irma Gunnarsdóttir.

Í karlaflokki eru Íslandsmetin eftirfarandi:
Kringlukast: 83,04 m (55,60m + 27,44m) Guðni Valur Guðnason 17. ágúst 2016
Kúluvarp: 29,13 m (16,62m + 12,51m) Gunnar Huseby 28. júlí 1951
Spjótkast 71,51 m (44,69m + 26,82m) Guðjón Kristinn Ólafsson 17.ágúst 2016

Í kvennaflokki eru Íslandsmetin eftirfarandi:
Kringlukast: 52,91 m (33,72m + 19,19m) Erna Sóley Gunnarsdóttir 17. ágúst 2016
Kúluvarp: 20,44 m (11,97 m + 8,47m) Irma Gunnarsdóttir 17. ágúst 2016
Spjótkast: 56,21 m (38,05m + 18,16m) Irma Gunnardóttir 17. ágúst 2016

Hérna er tengill á Facebook síðu mótsins.

Hérna er tengill í skráningu.