BeActive dagurinn

BeActive dagurinn fer fram í Laugardalnum laugardaginn 7. september milli 10-16. Opin frjálsíþróttaæfing verður í Laugardalshöllinni milli 13-15. Hér er hlekkur á Facebook viðburð BeActive dagsins.

Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Takmarkið er að gera laugardaginn 7. september að ógleymanlegu íþrótta- og hreyfi karnivali fyrir alla fjölskylduna.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir BeActive deginum.
Hægt er að nálgast nánaru upplýsingar um tilgang og markmið verkefnisins á www.beactive.is

Dagskrá

10:00-10:30 Aqua Zumba, Laugardalslaug, aðeins greitt ofan í laugina
10:00-12:00 Parkour, við Ármanns heimilið
10:00-13:00 Old boys mót hjá Þrótti, Þróttaravöllur
10:00-13:30 Krikket í Laugardalshöll
10:00-14:00 Frisbígolf, Torgið hjá Grasa- og Húsdýragarði
10:00-14:00 Rathlaup, Torgið hjá Grasa- og Húsdýragarði
10:00-12:00 Haustmót ÍSS Skautamót, Skautahöllin, opið hús-frítt inn
11:30-12:00 Leikhópurinn Lotta
13:00-13:30 Qigong og Tai chi, Þvottalaugarnar
13:00-15:00 Frjálsar, opin æfing í Frjálsíþróttahöll
13:00-15:00 Götuhokkí á bílastæði fyrir framan Laugardalshöll
13:30-15:00 Hjólaferð í vagni í gegnum Laugardalinn
14:00-16:00 Handstöðu- og movement kennsla við Þvottalaugarnar
14:00-15:30 Ruðningur, TBR völlur
14:30-15:15 Zumba, Laugardalshöll
16:00-18:00 Ísland – Moldóva, Laugardalsvöllur. Miðasala á www.tix.is