Baldvin Þór Magnússon (UFA) bætti eigið Íslandsmet í 5000m hlaupi á Spáni í gær. Hann var fimmti í mark á tímanum 13:20,34 mín. Fyrra met hans var 13:32,47 mín sem hann setti 15. apríl 2022. Baldvin er nú aðeins 0,35 sekúndum frá lágmarki á EM sem fram fer í Róm í sumar.
Hægt er að sjá úrslit hlaupsins hér.
“Þetta var bara mjög gott hlaup. Ég er stoltur af árangrinum og nú sé ég hvernig ég get skafið auka sekúndur af þessum tíma. Ég var mjög bjartsýnn fyrir þetta hlaup því æfingar hafa gengið vel. Þetta hlaup gefur mér góð stig fyrir Ólympíuleikana og á eftir að koma mér upp listann,” sagði Baldvin Þór Magnússon.