Stutt spjall við Baldvin Þór Magnússon eftir þátttöku hans á NM í víðavangshlaupum.
Hvað heitirðu, hvað ertu gamall og hvaðan ertu?
“Ég heiti Baldvin Þór Magnússon, ég er frá Akureyri og ég er 24 ára. Ég fæddist á Akureyri og bjó þar fyrstu 5 árin mín en svo flutti ég út til Englands og er búinn að búa þar síðan ég var fimm ára, nema seinustu, já, seinustu fimm árin þá er ég búinn að vera í skóla í Bandaríkjunum og er eiginlega bara, já, nýkominn til Englands frá Bandaríkjunum”.
Hvað hét skólinn sem þú varst í úti?
“Ég var í skóla sem heitir Eastern Michigan, það er mikill íslendingaskóli þannig að ég mæli með honum. Núna er ég að æfa í borg sem heitir Leeds í Englandi sem er í svona klukkutíma fjarlægð frá þeim stað sem ég bý á”.
Hvernig er nýji þjálfarinn og æfingafélagarnir?
“Mér finnst mjög gott hjá nýja þjálfaranum og æfingafélagarnir flottir. Þjálfarinn minn heitir Andrew Henderson og er þjálfari fyrir bæði Leeds Beckett háskólann og Leeds hæfileikamiðstöðina og er búinn að þjálfa marga góða og er með góða reynslu. Æfingahópurinn er stór og með strákum sem eru góðir frá 800m- og upp í maraþon þannig það er alltaf einhver til þess að æfa með”.
Hvernig eru æfingarnar hjá þér núna, í Englandi í samanburði við Bandaríkin?
“Æfingarnar hérna eru aðeins lengri og ég er búinn að draga aðeins úr hraðanum. Legg miklu meiri áherslu á að safna bara góðum æfingadögum en áður fyrr var ég frekar að reyna að ná bara nokkrum mjög góðum æfingadögum. En þetta er líka af því ég þarf ekki að vera keppnisformi jafn mikið og þegar ég var í Bandaríkjunum og get tekið meiri langtíma nálgun”.
Hvað er framundan?
“Ég er núna í svona uppbyggingartímabili fyrir bara, já, seasonið á næsta ári en er samt að taka nokkur víðavangshlaup núna, er að taka EM eftir fimm vikur þannig það verður gaman. Þannig ég er að hlaupa, já mjög mikið magn og mjög mikið svona “tempo threshold” til að byggja mig upp og reyna að ná, og vera í góðu 10km eða hálf-maraþon formi án þess að kannski keppa í hálfu maraþoni, ég er bara í mjög góðu formi fyrir það og svo get ég byrjað að skera niður og vonandi næ ég að hlaupa góða 5km”.
Hvaða hlaupum ertu í aðallega, hvað er uppáhalds og í hverju ertu sterkastur?
“Ég keppi aðallega á milli 1500m og 5000m, keppi líka í 10.000m þannig já segi milli 1500m og 10.000m. Mér finnst skemmtilegast í 3.000m það er svona uppáhaldið mitt með hraða og lengd, það er svona fullkomið fyrir mig en náttúrulega það er ekki utanhúss þannig að 5000m er svona það sem ég stefni á utanhúss. Það er mjög skemmtilegt að keppa í 1500m því það er alltaf svona taktík og meira stuð í því en 5000m eru meira svona erfiði og manni líður svolítið skelfilega eftir það”.
Þú tókst þátt í NM í víðavangshlaupum, hvernig finnst þér það miðað við að keppa á braut?
“Ég var að keppa í gær í víðavangshlaupi, það er náttúrulega allt öðruvísi heldur en að keppa á braut, svona helsti munurinn hjá mér er að maður fær engan takt á grasinu, í brekkunum og hólunum þannig það er svona öðruvísi hlaupastíll á manni og líka hlaupið er oft svolítið öðruvísi. Á braut er hægt að hlaupa bara margir saman og þetta kemur oft bara að lokasprettinum en í víðavangshlaupi þá fer oft einhver fyrir og tekur svona langann sprett í lokin eða bara frá upphafi, bara allt í botn strax. En hlaupið í gær var svolítið langur lokasprettur og ég bara var ekki tilbúinn fyrir hann, bara var ekki já, til í það”.
Hvert er stefnan sett?
“Stefnan er sett á Ólympíuleikana og allt snýst um það. Ætla að hlaupa 3000m innanhúss í febrúar/mars og svo ná nokkrum góðum 5000m hlaupum utanhúss og það ætti að gera mig góðan og líklegan fyrir Ólympíuleikana”
Hægt er að sjá viðtalið hér.