00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

Baldvin Þór slær 44 ára gamalt Íslandsmet á RIG

Penni

2

min lestur

Deila

Baldvin Þór slær 44 ára gamalt Íslandsmet á RIG

Í dag fór fram frjálsíþróttahluti Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöll þar sem fremsta frjálsíþróttafólk Íslands mætti erlendum keppendum. 

Baldvin Þór Magnússon (UFA) bætti 44 ára gamalt Íslandsmet í 1500m hlaupi karla og hljóp á 3:41,05 mín. Fyrra met átti Jón Diðriksson frá árinu 1980 og var hans tími 3:45,6 mín. Á eftir honum voru Normennirnir Håkon Berg Moe á tímanum 3:41,56 mín. og Kjetil Brenno Gagnås á 3:44,28 mín.

Irma Gunnarsdóttir (FH) sigraði í langstökki kvenna með stökki uppá 6,20 m. Í öðru sæti var Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik) á persónulegu meti með stökk upp á 5,76 m. og í þriðja sæti var Ísold Sævarsdóttir (FH) með stökk upp á 5,68 m.

Ólympíufarinn og Íslandsmethafinn í kringlukasti Guðni Valur Guðnason (ÍR) sigraði í kúluvarpi karla með kasti upp á 17,12 m. Í öðru sæti var Sindri Lárusson (UFA) með kast upp á 16,29 m. og í þriðja sæti var Kristján Viktor Kristinsson (ÍR) með kast uppá 14,72 m.

Íslandsmethafinn í kúluvarpi kvenna Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) sigraði í kvennaflokki með kasti upp á 16,85 m.

Hollendingurinn Naomi Amanda Sedney (FH) sigraði í 60m hlaupi kvenna á tímanum 7,49 sek. Hún hefur tvisvar áður farið á Ólympíuleikana og er stefnan sett á Ólympíuleikana í París í sumar. Þær Viktoria Stelnik Bindslev (Danmörk) og 13 ára Freyja Nótt Andradóttir (ÍR) komu á eftir henni á sama tíma; 7,63 sek. en það er persónuleg bæting hjá Viktoriu.

Daninn Kojo Musah sigraði í 60m hlaupi karla á tímanum 6,71 sek. Gylfi Ingvar Gylfason (ÍR) var annar á tímanum 6,97 sek. og Þorsteinn Pétursson (Ármann) var þriðji á tímanum 7,12 sek.

Keppnin í hástökki kvenna var heldur jöfn en þær Birta María Haraldsdóttir (FH) og Helga Þóra Sigurjónsdóttir (Fjölnir) stukku jafn hátt; 1,78 m. Birta María sigraði þar sem hún átti betri stökkseríu. Helga Þóra var því í öðru sæti með jöfnun á sínu besta. Í þriðja sæti var Saga Ólafsdóttir (Fjölnir) með stökk upp á 1,65 m.

Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) sigraði í 400m hlaupi kvenna á persónulegri bætingu; 55,52 sek. Í örðu sæti var Zarah Buchwald (Danmörk) en hún hljóp á tímanum 55,60 sek. og Ingibjörg Sigurðardóttir (ÍR) í þriðja sæti á tímanum 55,62 sek. sem er einnig persónuleg bæting.

Hægt er að sjá úrslit mótsins hér.

Penni

2

min lestur

Deila

Baldvin Þór slær 44 ára gamalt Íslandsmet á RIG

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit