Baldvin svæðismeistari

Baldvin Þór varð í kvöld svæðismeistari MAC (Mid-American Conference) í 5000 metra hlaupi í Oxford, Ohio. Hann kom í mark á tímanum 14:09,50 sem er tæpum 24 sekúndum frá Íslandsmeti hans. Hann hóf keppnina á 1500 metra hlaupi þar sem hann hafnað í fjórða sæti á tímanum 3:44,95 sekúndum en Íslandsmet hans í greininni er 3:40,74. Í fyrsta sæti var Sean Torpy frá Miami University en sá skóli skipaði efstu þrjú sætin í hlaupinu. 

Hann skilaði samtals fjórtán stigum fyrir Eastern Michigan háskólann og hafnaði karlalið skólans í þriðja sæti á mótinu.https://twitter.com/EMUXC_TF/status/1391135286768275457?s=20