Baldvin með brons á EM U23

Baldvin Þór Magnússon hirti 3.sætið í 5000m hlaupi karla á nýju Íslandsmeti á EM U23. Hann kom í mark á tímanum 13:45,00 og bætir því tímann hans Hlyns um tuttugu sekúndubrot. Hann er jafnframt fyrsti íslenski karlmaðurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti U23. Það var Þjóðverjinn Mohamed Mohumed sem sigraði 5000 metra hlaupið á tímanum 13:38,69.

Erna Sóley keppti til úrslita í kúluvarpi í dag þar sem hún kastaði 15,57 metra sem skilaði henni 9. sæti í keppninni. Það var Hollendingurinn Jessica Schilder sem sigraði keppnina með kast upp á 18,11 metra.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hljóp á föstudag í undanrásum 200 metra hlaupsins. Guðbjörg hljóp í öðrum riðli sem segja má að hafi verið sterkasti riðillinn, en þar var hraðasti sigurtíminn, 23.13 sekúndur. Guðbjörg náði ekki að tryggja sér sæti í úrslitum og hljóp hún á 24,40 sekúndum. Guðbjörg er búin að vera að glíma við meiðsli á tímabilinu. Hún hefði þurft að vera 1/100 á undan þeirri sem var næst á undan henni í riðlinum, eða á 24.31 sekúndum til að komast áfram.

Tiana Ósk hljóp á fimmtudag í undanrásum í 100 metra hlaupi. Hún jafnaði sitt ársbesta í hlaupinu, 12.21 sek og dugði tíminn henni ekki til að komast áfram í undanúrslit, hefði þurft að hlaupa á 11.86 sekúndum en hún á best 11.57 sekúndur.

Mímir Sigurðsson kastaði kringlu á fimmtudeginum og átti hann tvö köst af þremur gild, kastaði lengst 54.54 metra sem var einungis fimm sentimetrum frá sæti í úrslitunum. Mímir á best 60.32 metra en með þeim árangri hefði hann orðið þriðji í undankeppninni.