Baldvin á besta tíma frá upphafi

Þann 6. febrúar hljóp Baldvin Þór Magnússon á besta tíma frá upphafi í 3000 metra hlaupi innanhúss en hlaupið fór fram á 300 metra braut. Baldvin kom í mark á 7:53,92 mín og er það rúmum 5 sekúndum hraðari tími en tveggja ára Íslandsmet Hlyns Andréssonar. Sá tími var 7:59,11 mín og hljóp Hlynur þá á hefðbundinni 200 metra braut í Bergen í Noregi. Baldvin afrekaði þetta í Allendale í Michigan fylki en hann keppir fyrir Eastern Michigan háskóla, sama skóla og Hlynur útskrifaðist frá.

Þessi tími verður skráður sem besti árangur frá upphafi undir OT (oversized track), þar sem afrek á 300 metra braut geta ekki talið til Íslandsmets.

Hér má sjá heildarúrslit hlaupsins.