Bætingamót FRÍ : Spennan magnast á Laugardalsvelli í dag þar sem Hafdís og Hulda verða í eldlínunni.

 Alls verður keppt í 13 greinum í dag og spennandi keppni í mörgum greinum s.s. langstökki karla og 200m hlaupi karla og kvenna en í þessum greinum er þátttaka mest og flestir af bestu frjálsíþróttamönnum greinanna skráðir til leiks. Í kringlukasti karla sem hefst á kastvellinum í Laugardal kl. 17:00 mæti til leiks Guðni Valur Guðnason sem hefur tekið miklum framförum í ár og er í 17. sæti á Evrópulistanum fyrir kringlukastara 22ára og yngri. Guðni er 20 ára á þessu ári og á því tvö ár eftir í þessum flokki. Besti árangur Guðna til þessa er 58,39m með karlakringlunni (2,0kg) frá því í júlí á þessu ári.
 
Árangri Bætingamótsins verða gerð nánari skil að loknum báðum keppnisdögunum.
Úrslit frá föstudegi – sjá hér

FRÍ Author