Bætingar og metaregn á Dalvík

Eir Starradóttir frá Svalbarsðeyri setti tvö Íslandsmet í flokki 13-14 ára á 6. bætingamóti UMSE/UFA sem fram fór á Dalvík, sunnudaginn 26. júlí sl. Fyrst setti hún Íslandsmet í sínum aldurflokki með kvennasleggjunni (4kg) þegar hún kastaði 29,90 m og bætti Íslandsmetið um 57 cm. Næst keppti hún með 3 kg sleggju og kastaði henni frábærlega, en lengst kastaði hún 37,90 m sem var frábært kast og bætti hún Íslandsmetið um 1,7 m

.
 
Á sama móti bætti Sigurbjörg Áróra Ásgeirsdóttir frá Ólafsfirði einnig tvö Íslandsmet í flokki 12 ára og yngri, fyrst bætti hún eigið Íslandsmet með 2 kg sleggju þegar hún kastaði 26,16 m og bætti eigið met um nærri tvo metra, síðan kastaði hún 3 kg sleggjunni og stórbætti Íslandsmet 12 ára og yngri með þeirri sleggju um tæplega sex metra.
 
Það er því óhætt að segja að metaregn hafi verið í rigningunni á Dalvík þessa helgi.
 
Greinileg er mikil sókn í sleggjukastiu hjá UMSE og eru nú um 12 krakkar að æfa sleggjukast hjá smbandinu hjá Ara H. Jósavinssyni þjálfara. Þessir krakkar búsettir á svæði sem nær frá Svalbarðeyri að Ólafsfirði. Það hefur verið góð kynning á þessari grein undanfarið og höfum við notið fulltingis frá Eggerti Bogasyni þjálfara FH og skjólstæðingi hans Bergi Inga Péturssyni Ólympíufara og Íslandsmethafa í sleggjukasti.
 
Öll úrslit á mótinu er að finna á mótaforriti FRÍ.

FRÍ Author