Bætingar í Regensburg í gær

Þórey Edda Elíasdóttir FH stökk 4,20 metra í stangatstökk, en felldi næstu hæð 4,40 metra þrívegis og varð í 8.sæti. Silja Úlfarsdóttir FH hjóp 400m grindahlaup á 59,05 sek. og varð í 6. sæti.
Stefán Guðmundsson Breiðabliki hljóp 3000m hindrunarhlaup á 9:11,11 mín og bætti sinn besta um rúmlega 11 sek. Þetta er sjötti besti íslensks hlaupara í þessari grein frá upphafi.
Óli Tómas Freysson FH bætti sinn besta árangur í 100m hlaupi, þegar hann hljóp á 10,82 sek. í undanriðlum.
Óli Tómas hljóp síðan á 10,88 sek. í B-úrslitum þar sem hann varð í 7. sæti.
Þorbergur Ingi Jónsson Breiðabliki hljóp 1500m á 3:57,85 mín sem er rúmlega 1 sek. frá hans besta árangri.
Björgvin Víkingsson gat ekki tekið þátt í 400m grindahlaupi vegna meiðsla.
 
Heildarúrslit frá Sparkassen Gala: www.sparkassen-gala.de

 

FRÍ Author