ÍR-ingar Íslandsmeistarar

Það voru ÍR-ingar sem hlutu flest stig í heildarstigakeppni félagsliða í dag og hlutu 58 stig. FH-ingar voru í öðru sæti með 48 stig og Blikar í því þriðja með 20 stig. Það voru spretthlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Kolbeinn Höður Gunnarson sem hlutu flest stig samkvæmt stigatöflu Alþóða Frjálsíþróttasambandsins. Guðbjörg hlaut 1065 stig og […]

meira...

Spennandi fyrri dagur á MÍ

Það eru ÍR-ingar sem leiða heildarstigakeppnina eftir frábæran fyrri dag á Meistaramóti Íslands. Tvö mótsmet voru sett á mótinu en þau voru sett af spretthlaupurunum Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og Kolbeini Heði Gunnarssyni. Þau sigruðu sín hlaup með yfirburðum og voru við sitt besta. Guðbjörg kom í mark á 7,49 sekúndum og Kolbeinn á 6,86 sekúndum. […]

meira...

Sterk keppni á Meistaramóti Íslands um helgina

Um helgina, 13. – 14. mars fer fram Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum. Mótið fer fram í Laugardalshöll og hefst klukkan 11:00 á laugardag á riðlakeppni í 60 metra hlaupi. Fremsta frjálsíþróttafólk landsins verður samankomið og mun keppa um 24 Íslandsmeistaratitla í einstaklingsgreinum. Alls eru um 160 keppendur skráðir til keppni frá tólf félögum. Enn gilda […]

meira...

Áframhaldandi samstarf Valitor og FRÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands og Valitor hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Valitor hefur undanfarna áratugi verið bakhjarl FRÍ og stutt dygglega við bakið á afreksfólki en í auknum mæli einnig við afreksefni framtíðarinnar. Stór verkefni eru framundan hjá FRÍ á þessu ári, en þar bera hæst Ólympíuleikarnir, Evrópubikarkeppni landsliða, Evrópumeistaramótum U23, U20 og U18 ásamt Heimsmeistaramóti […]

meira...

FH með sigur á heimavelli

Eftir sjö ára sigurgöngu HSK/Selfoss urðu FH-ingar Íslandsmeistarar félagsliða Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss. FH-ingar hlutu 643 stig og sigruðu stigakeppnina í þremur aldursflokkum og hlutu alls 17 gull, 12 silfur og 14 brons. Skarphéðinsmenn voru í öðru sæti með 547,5 stig og ÍR-ingar í því þriðja með 411 stig.  Stúlkna sveit FH í 13 […]

meira...

FH leiðir eftir fyrri daginn

Það eru FH-ingar sem leiða heildarstigakeppnina eftir fyrri daginn á Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fer í Kaplakrika um helgina. FH-ingar leiða með 366,5 stig og leiða fjóra aldursflokka. Skarphéðinsmenn eru í öðru sæti með 308,0 stig og ÍR í því þriðja með 216,0 stig.  Tvö mótsmet féllu í dag og voru það FH […]

meira...

MÍ 11-14 ára um helgina

Meistaramót Íslands 11-14 ára fer fram um helgina, 6.-7. mars. Mótið fer fram í Kaplakrika og eru yfir 300 krakkar skráðir til leiks frá átján félögum víðsvegar af landinu. Þessu móti var frestað í tvígang í fyrra, fyrst vegna veðurs svo vegna veirunar og þurfti á endanum að hætta við það. Skarphéðinsmenn unnu heildarstigakeppnina fyrir tveimur […]

meira...

Íslandsmet á MÍ 15-22 ára

Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram í Laugardalshöll um helgina. ÍR varð Íslandsmeistari í samanlagðri stigakeppni allra flokka með 367,5 stig. Alls hlutu ÍR-ingar 30 gull, 20 silfur og 15 brons. FH varð í öðru sæti með 252,5 stig og HSK/Selfoss í þriðja sæti með 240,0 stig. Eitt Íslandsmet, tvö aldursflokkamet og þrettán mótsmet voru […]

meira...

MÍ 15-22 ára um helgina

Um helgina fer fram Meistaramót Íslands 15-22 ára, 26.-28. febrúar í Laugardalshöll. Það eru tæpir 200 keppendur frá fjórtan félögum víðs vegar af landinu skráðir til leiks. Það voru ÍR-ingar sem unnu heildarstigakeppnina fyrir ári síðan og stefnir í jafna og spennandi stigakeppni. Það eru 16 keppendur úr landsliðinu skráðir til leiks og búast má […]

meira...

Afreksstefna FRÍ uppfærð

Afreksstefna FRÍ er grunnur að afreksstarfi sambandsins og hefur nú verið uppfærð til 2028. Einnig hefur aðgerðaráætlun og reglugerð um Afrekssjóð FRÍ verið yfirfarin og aðlöguð. Fyrir áhugasama er hægt að finna skjölin undir flipanum Afreksstefna FRÍ

meira...
1 2
X
X