Vorfjarnám 2020

Vorfjarnám 1. og 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 3. feb. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar […]

meira...

Frjálsíþróttaárið 2019

Svitadroparnir falla niður einn af öðrum, húðin klístruð og andardrátturinn ör. Íslenski hópurinn stendur þétt saman en að honum beinast augu úr öllum áttum. Augnaráðin eru ógnandi en í þeim má greina ótta. Ótta við það að hafa orðið undir í baráttunni. Í íslenska hópnum kraumar hins vegar spenna og eftirvænting. En samt sem áður […]

meira...

Tiana á nýju Íslandsmeti

Tiana Ósk Whitworth hóf nám við San Diego State University í Bandaríkjunum í haust og mun einnig keppa í spretthlaupi fyrir skólann. Hún keppti síðustu helgi á sterku móti í 60 metra hlaupi, 150 metra hlaupi og 4×400 metra hlaupi utanhúss. 60 metra hlaup og 150 metra hlaup utanhúss eru ekki hefðbundndar keppnisgreinar en samt […]

meira...

Hlynur í 40. sæti á EM

Evrópumótið í víðavangshlaupum fór fram á sunnudaginn þar sem Hlynur Andrésson var á meðal keppenda. Hann kom fertugasti í mark af þeim 92 keppendum sem hófu hlaupið. Tími hans í hlaupinu var 31:56 mínúta en hlaupið var 10.225 metar. Sigurvegarinn var Robel Fsiha frá Svíþjóð á 29:59 mínútum. Hér má sjá öll úrslit mótsins.

meira...

Finnst þér gaman að skrifa fréttir, taka myndir og ferðast?

Frjálsíþróttasamband Íslands auglýsir eftir verkefnastjóra miðlunarmála í hlutastarf. Starfið felst í því að kynna og stýra fréttaflutningi af frjálsíþróttamótum í máli og myndum, samskipti við fjölmiðla og umsjón með samfélagsmiðlum FRÍ. Markmið starfsins er að fréttaflutningur sé faglegur og stuðli að auknum sýnileika frjálsíþrótta á Íslandi. Starfið felur í sér kvöld og helgarvinnu. Hæfniskröfur eru: […]

meira...

Hlynur á EM í víðavangshlaupum

Evrópumótið í víðvangshlaupum fer fram á morgun, sunnudaginn 8. desember í Portúgal. Alls eru keppendur á mótinu 602 talsins frá 40 löndum og eiga Íslendingar einn fulltrúa. Hlynur Andrésson keppir fyrir Íslands hönd. Hann hefur keppni klukkan 12:35 og mun hlaupa 10.225 metra. Hlynur Andrésson er einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands og á þónokkur Íslandsmet allt […]

meira...

Guðlaug heiðruð af evrópska frjálsíþróttasambandinu

Guðlaug Baldvinsdóttir var á dögunum heiðruð af evrópska frjálsíþróttasambandinu fyrir störf sín síðustu ár fyrir frjálsíþróttahreyfinguna á Íslandi. Viðurkenningin sem Guðlaug hlaut eru til til kvenna í forystu og hafa verið veitt árlega frá árinu 2009 af evrópska frjálsíþróttasambandinu. Þau eru ætluð til að heiðra framúrskarandi konur í leiðtogahlutverkum innan frjálsíþróttahreyfingarinnar og stuðla að kynjajafnrétti […]

meira...

Guðbjörg og Hilmar frjálsíþróttafólk ársins

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands fór fram í gærkvöldi þar sem veittar voru ýmsar viðurkenningar fyrir árið 2019. Stærstu verðlaunin voru val á frjálsíþróttafólki ársins þar sem spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir var valin frjálsíþróttakona ársins og sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson frjálsíþróttakarl ársins. Guðbjörg Jóna átti frábært ár þar sem hún bætti Íslandsmet kvenna í bæði 100 og […]

meira...

Hlynur með silfur á NM í víðavangshlaupum

Hlynur Andrésson varð annar á Norðurlandamótinu í víðvangshlaupum sem fram fór í Finnlandi fyrr í dag en alls kepptu þrír Íslendingar á mótinu. Hlynur hljóp 9 km og kom í mark á 27:09 mínútum, aðeins tveimur sekúndum á eftir David Nilsson frá Svíþjóð sem sigraði. Alls voru keppendur í karlaflokki 28 talsins. Guðlaug Edda Hannesdóttir […]

meira...

Landsliðsval fyrir NM í víðavangshlaupum

Norðurlandameistaramótið í víðavangshlaupum fer fram sunnudaginn 10. nóvember í Finnlandi. Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið þrjá einstaklinga til þátttöku á mótinu. Hlynur Andrésson Guðlaug Edda Hannesdóttir Hlynur Ólason Burkni Helgason – fararstjóri Hlynur Andrésson Hlynur Andrésson er einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands og á þónokkur Íslandsmet allt frá því að hafa hlaupið hraðasta 1500 metra hlaupið með […]

meira...
1 2 3 23
X
X