Úrvalshópur FRÍ

Vegna COVID-19 hefur Unglinganefnd með samþykki Frjálsíþróttasambandsins tekið þá ákvörðun að þeir íþróttamenn sem voru í Úrvalshóp FRÍ 2019-2020 haldast í hópnum 2020-2021. Þessir íþróttamenn haldast inn í hópnum á þeim árangri sem þeir náðu inn í hann en ef þeir náðu árangri í nýrri grein/greinum þá bætist það við. Þá bætast þeir í hópinn […]

meira...

Frestun á mótum á vegum FRÍ

Næstkomandi laugardag átti að fara fram Meistaramót Íslands í Víðavangshlaupum en vegna hertra aðgerða stjórnvalda hefur verið ákveðið að fresta hlaupinu. FRÍ vill með frestuninni sýna ábyrgð og koma í veg fyrir mögulegar smitleiðir þar sem í hlaupum sem þessum koma saman blandaðir hópar. Staðan verður endurskoðuð þegar ný reglugerð frá Heilbrigðisráðuneytinu k verður gefin […]

meira...

Nýjar dagsetningar fyrir þing FRÍ

Þing FRÍ mun fara fram dagana 2. og 3.október í Hraunseli við Flatahraun 3 í Hafnarfirði. Þingið verður sett kl. 17:00 2.október í Hraunseli, skráning þingfulltrúa verður frá kl. 16:20. Dagskrá verður send út tveimur vikum fyrir þing. Eins og áður er þingið auglýst á þessum dagsetning með fyrirvara um frestun sem stuttum fyrirvara.

meira...

Þingi FRÍ frestað

Stjórn FRÍ hefur í ljósi sóttvarnaraðstæðna ákveðið að fresta fyrirhuguðu ársþingi FRÍ sem halda átti 11.-12. sept. í Hafnarfirði. Horft er til þess að mjög fljótlega megi boða til nýrra dagsetninga í október, á sama stað, í ljósi tilslakanna. Að sama skapi færast frestir um þingskjöl til sbr. lög FRÍ. Stjórn FRÍ vonast til þess […]

meira...

Meistaramót Íslands í fjölþrautum og öldunga

Meistaramót Íslands í fjölþrautum og öldunga mun fara fram næstkomandi helgi í Kaplakrika, Hafnarfirði. Einhver breyting verður gerð á tímaseðli beggja móta og því mikilvægt að keppendur og þjálfara fylgist með í mótaforritinu ÞÓR. Skráning á Öldungamótið fer fram á https://netskraning.is/mioldunga/ FRÍ biður mótshaldara, keppendur og þjálfara að kynna sér vel þær relgur um sóttvarnir sem […]

meira...

Bikarkeppnum FRÍ frestað um tvær vikur

Bikarkeppnum FRÍ, sem áttu að fara fram laugardaginn 15.ágúst á Selfossi, hefur verið frestað um tvær vikur. Ákvörðun stjórnar FRÍ er byggð á niðurstöðu fundar með formönnum félaga sem eru með lið skráð á Bikarkeppni fullorðinna og 15 ára og yngri. Bikarkeppnir FRÍ verða því haldnar laugardaginn 29.ágúst, þó gæti mótinu verið aflýst eða frestað […]

meira...

Frestun á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum og öldunga

Meistaramót Íslands í fjölþrautum og öldunga sem átti að fara fram næstkomandi helgi, 8. og 9. ágúst, hefur verið frestað til 22. og 23. ágúst.  Eins og áður hefur komið fram þá er endurskoðuð mótaskrá 2020 til viðmiðunar í stað þess að aðildarfélög og iðkendur geti gengið að því vísu að mótahaldið gangi eftir s.s. […]

meira...
1 2 3 7
X
X