Þrír Íslendingar keppa á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í München dagana 15.-21. ágúst ásamt öðrum íþróttagreinum. Mótið fer fram á Olympiastadion en það eru 20 ár síðan meistaramótið var haldið á þessum velli.
Dagana 24.-30. júlí fór fram Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) í Banská Bystrica í Slóvakíu. Ísold Sævarsdóttir (FH) varð í fjórða sæti í sjöþraut stúlkna.
Um helgina, 6.-8. ágúst fer fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum og 10.000 metra hlaupi á Kópavogsvelli. Skráning keppenda fer fram í ÞÓR, mótaforriti FRÍ. Skráningum skal skila inn fyrir miðnætti þriðjudaginn 2.ágúst.
Dagana 1.-6. ágúst fer fram Heimsmeistaramót U20 ára í Santiago de Cali í Kólumbíu.
Það er enn sumar og gnægt framboð af hlaupum til að taka þátt í enda glymja rásbyssur um allt land! Flestir hlauparar vilja geta treyst því að hlaup sé rétt mælt, brautin sé rétt lögð og framkvæmd sé upp á 10, að árangur sé skráður og samanburðarhæfur.
Í gær hófst Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) í Banská Bystrica í Slóvakíu. Ísland sendir 38 keppendur í 8 íþróttagreinum og eru fjórir keppendur skráðir til leiks í frjálsum íþróttum.
Um helgina fór fram Meistaramót Íslands 15-22 ára á ÍR velli.
Um helgina, dagana 23.-24. júlí, fer fram Meistaramót Íslands 15-22 ára á ÍR-velli. Það eru 133 keppendur skráðir til leiks frá níu félögum. Keppt er í fórum aldursflokkum í bæði pilta og stúlkna flokkki og hefst keppni klukkan 10:00 báða dagana.
Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) keppti í 100 og 200 metra hlaupi á EAP mótinu á Möltu á laugardag. Kolbeinn kom annar í mark í 100 metra hlaupi á tímanum 10,65 sek (+0,0). Það var Jason Smyth frá Írlandi sem kom fyrstur í mark á tímanum 10,61 sek sem er mótsmet.
NM U20 og NM Baltic U23 fór fram í Malmö í Svíþjóð um helgina. Alls voru þrettán Íslendingar skráðir til keppni og unnu þau alls til ferna verðlauna.
Í dag er
Sía eftir
@fri2022
Fjögur verðlaun í Malmö – Erna með gull
Skrifstofa
Engjavegur 6, 104 Reykjavík
Netfang
fri@fri.is
Sími
+354 514 4040
Dæmi um leit