Aníta keppir fyrir Íslands hönd á HM

Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir ÍR verður eini keppandi Íslands á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Birmingham í Englandi dagana 1.-4. mars. Aníta hefur náð lágmörkum í 800 m og 1500 m hlaupum. Aníta náði fyrst lágmarki í 800 m hlaupi á Reykjavíkurleikunum þann 4. febrúar 2017 er hún hljóp á tímanum 2:01,18 mín […]

meira...

12. Bikarkeppni FRÍ fer fram 10. mars

12. Bikarkeppni FRÍ fer fram laugardaginn 10. mars nk. Við minnum á að fresturinn til að skrá inn lið í keppnina er 24. febrúar og skal senda inn skráningar með því að senda tölvupóst á skraning@fri.is. Boðsbréf mótsins má sjá hér.

meira...

Skráningarfrestur á Meistaramót Íslands rennur út í kvöld

Meistaramót Íslands Aðalhluti fer fram helgina 24.-25. febrúar næstkomandi í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Á mótinu keppir allt besta frjálsíþróttafólk landsins og má búast við hörkukeppni í öllum greinum. Skráningarfrestur á mótið rennur út á miðnætti í kvöld og fer skráning fram í gegnum mótaforritið Þór. Hér má sjá boðsbréf mótsins. Hér má sjá tímaseðil mótsins

meira...

Sjö mótsmet á MÍ 15-22 ára um helgina

Meistaramót Íslands 15-22 ára fór fram í Kaplakrika um helgina. Mikið var um persónulegar bætingar á mótinu og voru alls sjö ný mótsmet sett. Kristján Viggó Sigfinnsson Ármanni setti glæsilegt mótsmet í hástökki pilta 15 ára er hann stökk yfir 1,95 m. Þórdís Eva Steinsdóttir FH setti glæsilegt mótsmet í 200 m hlaupi stúlkna 18-19 […]

meira...

Frjálsíþróttaþing FRÍ fer fram í Kópavogi í lok mars

Frjálsíþróttaþing FRÍ verður haldið í Kópavogi dagana 23. og 24. mars 2018. Nákvæm staðsetning og tímasetning verður auglýst þegar nær dregur. Allar ályktunartillögur og tillögur að breytingum á reglugerðum sem óskað er eftir að verði teknar fyrir á þinginu skulu berast skrifstofu FRÍ í síðasta lagi 2. mars eða þremur vikum fyrir þing. Allar lagabreytingartillögur og tillögur að […]

meira...

MÍ öldunga fór fram um helgina

Meistaramót Íslands öldunga fór fram um helgina í Laugardalshöll. Keppt var í fjölmörgum greinum og var þátttakan góð. Helstu úrslit urðu þau að Óskar Hlynsson Fjölni setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 60 m hlaupi í flokki 55-59 ára er hann hljóp á tímanum 7,97 sekúndum. Metið var áður 8,1 sek og var það í eigu Páls […]

meira...

MÍ í fjölþrautum – Seinni dagur

Seinni dagur sjöþrautarinnar í karlaflokki fór fram á MÍ í fjölþrautum í gærdag. Keppt var í 60 m grindahlaupi, stangarstökki og 1000 m hlaupi í flokki pilta 16-17 ára, pilta 18-19 ára og karla. Ragúel Pino Alexandersson UFA leiddi sjöþrautarkeppnina í flokki 16-17 ára pilta eftir fyrri daginn með 2488 stig. Keppni hófst á 60 […]

meira...

Arna Stefanía Norðurlandameistari í 400 m hlaupi

Norðurlandameistaramótið í frjálsum íþróttum fór fram í Uppsala í Svíþjóð í dag. 11 íslenskir keppendur kepptu á mótinu. Bestum árangri íslensku keppendanna náði hlaupakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH en hún bar sigur úr býtum í 400 m hlaupi. Hljóp hún á tímanum 54,33 sekúndum sem er hennar besti tími á tímabilinu og er það jafnframt […]

meira...

Íslandsmet hjá Vigdísi í lóðkasti

Sleggjukastarinn Vigdís Jónsdóttir FH keppti á dögunum í lóðkasti (9,08 kg) á McNeese Indoor mótinu í Lake Charles í Los Angeles, USA. Kastaði hún lóðinu 16,28 m og setti þar með nýtt glæsilegt Íslandsmet. Metið var áður 15,30 m og var það í eigu Guðleifar Harðardóttur, sett 25. febrúar 2001. Var því metið orðið tæplega […]

meira...
1 2 3 4 5 21
X
X