Arna Stefanía komin sannfærandi í úrslit á EM 20-22 ára

Arna Stefanía úr FH var rétt í þessu að tryggja sig í úrslit á EM 20-22 ára í 400m grindarhlaupi í Bydgoszcz í Póllandi. Arna Stefanía kom önnur í mark í fyrri riðli undanúrslitanna á tímanum 57,02 sek og flaug inní úrslitin sem fram fara á morgun sunnudag klukkan 13.47 að íslenskum tíma. Hún kemur […]

meira...

Guðni Valur örugglega í úrslit á EM 20-22 ára

Guðni Valur Guðnason úr ÍR kastaði 56,57m í A-hópi forkeppni kringlukastsins á EM 20-22 ára núna í morgun og hafnaði í 2 sætinu þar.  Til að komast beint í úrslit segja reglurnar að kasta þurfi 57,50m en ef færri en 12 kastarar ná þeim árangri fara þeir 12 áfram sem lengst kasta. Það var því […]

meira...

Stjörnuhlaupið laugardaginn 20. maí-Íslandsmeistaramót í 10 km götuhlaupi

Stjörnuhlaupið fer fram laugardaginn 20. maí kl. 11:00 í Garðabæ   Stjörnuhlaup VHE er Íslandsmeistaramót í 10 km götuhlaupi. Veitt verða Íslandsmeistaraverðlaun fyrir 1-3 sæti í karla- og kvennaflokki.   Nánari upplýsingar um hlaupið og hlaupaleiðina er að finna á www.stjornuhlaup.is. Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is https://hlaup.is/default.asp?cat_id=978

meira...

Ásdís með sterka opnun inní sumarið!

Spjótkastarinn sterki úr Ármanni Ásdís Hjálmsdóttir keppti á laugardaginn 6 maí á móti i Zürich og vann með kasti uppá 59,95m. Með þessu kasti skaust hún uppí 13. sæti heimslistans í ár. Ásdís átti kast í kringum HM lágmarkið sem er 61,40m en gerði það því miður hárfínt ógilt. Veðrið á mótinu var allskostar ekki gott, […]

meira...

Valið á Smáþjóðaleikanna í San Marino

Valinn hefur verið hópur til að keppa og starfa undir merkjum Frjálsíþróttasambands Íslands á Smáþjóðaleikunum í San Marino. Keppnin stendur frá 29. maí til 3. júní og eftirtaldir hafa verið valdir til að keppa fyrir Íslands hönd: Konur: Arna Stefanía Guðmundsdóttir:  400m, 400m grindarhlaup, boðhlaup Arndís Ýr Hafþórsdóttir: 10 km Ásdís Hjálmsdóttir: Spjótkast, Kúluvarp Guðbjörg Jóna […]

meira...

Aníta komin á skrið

​Aníta Hinriksdóttir varð 3. í 800 m hlaupi á Payton Jordan Invitational í Stanford 5. maí á tímanum 2:03,78 mín. Sigurvegari var Chrishuna Williams USA á 2:02,58 mín. og önnur Angela Petty Nýja Sjálandi á 2:02,92 mín. Aníta kom beint úr háfjallaæfingabúðum í Flaggstaff Arizona þar sem hún hefur verið við æfinga síðustu vikur. Með […]

meira...

Góður árangur á Coca Cola móti FH

Vigdís Jónsdóttir FH kastaði sleggjunni yfir 60 metra í öllum köstum og lengst 61,71m og  vantaði aðeins 6 sm uppá til að bæta eigið Íslandsmet. Í sleggjukasti stúlkna 16-17 ára setti Guðný Sigurðardóttir FH aldursflokkamet og bætti fjögurra ára gamalt aldursflokkamet Vigdísar Jónsdóttur FH um rúma 3 metra með kasti uppá 54,78 m, Rut Tryggvadóttir ÍR […]

meira...

Hlynur rýfur 9 mínútna múrinn í 3000 metra hindrunarhlaupi!

Hlynur Andrésson varð í gærkvöldið eða 27 apríl í 6. sæti í 3000m hindrunarhlaupi á Penn Relays í Bandaríkjunum. Hlynur hljóp á tímanum 8:59,83 mín og bætti sig um heilar 12 sekúndur. Þessi tími Hlyns er 5. besti tími Íslendings frá upphafi og besti tími Íslendings síðan árið 2003 en þá hljóp Sveinn Margeirsson UMSS […]

meira...

Úrslit á MÍ í 5km götuhlaupi og Víðavangshlaupi ÍR

Á sumardaginn fyrsta fór Víðvangshlaup ÍR fram í 102. sinn. en hlaupið var jafnframt Íslandsmeistaramót í 5 kílómetra götuhlaupi. 501 voru skráðir til leiks og er hlaupið orðið órjúfanlegur þáttur í hátíðarhöldum Reykjavíkurborgar á sumardaginn fyrsta ár hvert. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni og Arnar Pétursson, ÍR sigruðu í flokki kvenna og karla í þessu 102. […]

meira...

Jón S. Ólafsson með bronsverðlaun á HM Öldunga í Suður Kóreu!

Jón S. Ólafsson vann til bronsverðlauna í stangarstökki í flokki karla 60–64 ára á heimsmeistaramóti öldunga innanhúss, sem haldið var í Daegu í Suður-Kóreu nýverið. Jón stökk yfir 3,00 metra. Þetta er í annað sinn á innan við ári sem Jón vinnur til verðlauna á heimsmeistaramóti því á heimsmeistaramóti öldunga utanhúss sem haldið var í […]

meira...
1 4 5 6 7
X
X