Hilmar Örn og Arna Stefanía útnefnd íþróttakarl og íþróttakona FH

Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Hilmar Örn Jónsson voru á Gamlársdag útnefnd sem íþróttkona FH og íþróttakarl FH. Hver deild innan FH tilnefnir karl og konu og urðu þau tvö hlutskörpust fyrir frábæran árangur 2017. Arna Stefanía varð Íslandsmeistari á árinu í fjölda greina og bikarmeistari með kvennaliði FH. Hún er landsliðskona í frjálsíþróttum og tók […]

meira...

NM í Víðavangshlaupum er á morgun

Á morgun keppa íslensku keppendurnir fjórir á NM í víðavangshlaupum í Middelfart í Danmörku. Keppt er í fjórum flokkum á mótinu og keppir Baldvin Þór Magnússon í flokki U20 pilta, Andrea Kolbeinsdóttir ÍR í flokki U20 stúlkna, Helga Guðný Elíasdóttir Fjölni í kvennaflokki og Arnar Pétursson ÍR í karlaflokki. Brautin er áhugverð en megnið af […]

meira...

Frjálsíþróttasamband Íslands hlýtur styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017.  Um er að ræða styrk að upphæð 11 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 12 m.kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ. Þessi viðbótarstyrkur til FRÍ skiptir mjög miklu máli fyrir afreksstarf sambandsins, […]

meira...

Bronsleikar ÍR

Bronsleikar ÍR eru haldnir að hausti ár hvert. Leikarnir eru til heiðurs Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Syndey árið 2000. Á Bronsleikum er keppt í Fjölþraut barna sem samanstendur af þrautum sem reyna á styrk, snerpu, úthald og samhæfingu. Þrautirnar eru þróaðar sérstaklega fyrir þann aldur sem þær eru […]

meira...

Ásdís í úrslit á HM í London!

Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni kastaði 63,06m í þriðja kasti sínu í  undankeppni HM í London rétt í þessu. Með þessu kasti flaug hún inní úrslitin og endaði í 9 sæti, hin tvö köstin voru undir 60 metrum og hefðu ekki dugað henni til að komast áfram. Kasta þurfti 63.50 til að fara beint áfram […]

meira...

Arna Stefanía vinnur til bronsverðlauna á EM 20-22 ára!

Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH vann brons þegar hún kom í mark í  3.sætinu á EM 20-22 ára í 400m grindarhlaupi nú rétt í þessu. Magnað hlaup og ársbesta á 56,37 sek. Þvílík spenna og snilldarlega útfært hlaup hjá Örnu Stefaníu en hún fór skynsamlega af stað og átti kraft í síðustu grindurnar þar sem […]

meira...

Guðni Valur Guðnason í 5. sæti á EM 20-22 ára!

Guðni Valur Guðnason úr ÍR hafnaði í 5.sæti í úrslitum kringlukastins á EM 20-22 ára með kasti uppá 57,31m. Guðni náði þessu kasti í annarri umferð og tryggði sig þannig í hóp þeirra átta sem fengu 3 köst að auki.  Eins og áður á þessu móti var keppnin gríðarlega jöfn og skemmtileg og 5.sætið í […]

meira...

Aníta Hinriksdóttir vinnur silfur á EM 20-22 ára!

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð rétt í þessu í öðru sæti á EM 20-22 ára þegar hún kom í mark á tímanum 2:05.02mín. Renée Eykens frá Belgíu varð Evrópumeistari í taktísku hlaupi á tímanum 2:04.73 mín. en hún hljóp í skugganum af Anítu allt þar til í blálokin. Þetta er einfaldlega magnaður árangur á þessu […]

meira...

Sindri Hrafn í 9 sæti á EM 20-22 ára

Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðablik varð rétt í þessu í 9 sæti í úrslitum spjótkastkeppninnar á EM 20-22 ára. Hann kastaði 74,42 metra og var aðeins 2 sentimetrum frá því að komast í 8 manna úrslitin og fá þannig 3 köst í viðbót. Gríðarlega jöfn keppni í gangi og 7 sætið var einungis 4 sentimetra […]

meira...

Beint frá Póllandi!

Hér er linkur á beinar útsendingar á vefvarpi RÚV: http://www.ruv.is/frett/em-u23-i-frjalsum-ithrottum Þetta er líka hér eins og undanfarna daga: http://www.european-athletics.org/        

meira...
1 3 4 5 6 7
X
X