Hilmar Örn Jónsson sigraði á ACC meistaramótinu

Hilmar Örn Jónsson sigraði í sleggjukasti gær 10 maí á ACC svæðismeistarmótinu. Hilmar sem keppir fyrir Virginia háskólann kastaði 71,60m í þriðju umferð sem einnig er hans ársbesta.  Kevin Arreaga frá Miami háskólanum varð annar með 68,90m þannig að sigur Hilmars var öruggur. Þetta er í þriðja skiptið sem Hilmar sigrar á þessu móti og […]

meira...

Valfrestur lengdur á Smáþjóðameistaramótið í Liechtenstein

Afreksstjóri FRÍ hefur ásamt Íþrótta- og afreksnefnd ákveðið að lengja frest til að ná lágmörkum á Smáþjóðameistaramótið þar til að loknu JJ móti Ármanns sem fram fer 23 maí. Áður auglýstur frestur sem var 10 maí fellur því hér með úr gildi. Hér er heimasíða mótsins; https://www.csse2018.li/ Lágmörkin má finna á heimasíðu FRÍ undir „Afreksmál-Fullorðnir-Erlend mótaþátttaka […]

meira...

Arnar Pétursson með bætingu í Hamborg

Arnar Pétursson hljóp frábært maraþon í Hamborg í Þýskalandi á sunnudaginn 29 apríl. Tími Arnars var 2:24,13 klst. sem er þriðji bestu tími Íslendings í maraþonhlaupi frá upphafi. Fyrir átti hann best 2:28,17 klst. þannig að rúm 4 mínútna bæting var staðreynd. Arnar hljóp mjög stöðugt hlaup og var einungis 1 sekúndu munur á fyrri […]

meira...

Sindri Hrafn sigraði í Texas

Sindri Hrafn Guðmundsson sem keppir fyrir Utah State háskólann sigraði í gær í spjótkasti á Texas Relays í Austin með kasti uppá 78,04 metra. Kastið kom í 2.umferð og er næstlengsta kast Sindra frá upphafi en stutt er síðan kappinn náði lágmarki fyrir EM í Berlín með kasti uppá 80,49 metra. Til gamans má geta […]

meira...

Hlynur Andrésson setur nýtt Íslandsmet í 10km hlaupi!

Hlynur Andrésson keppti í 10km hlaupi á Raleigh Relays i Raleigh, North Carolina, en hann keppir fyrir Eastern Michigan University. Kappinn gerði sér lítið fyrir og kom í mark á glæsilegu Íslandsmeti á tímanum 29:20,92 mín og varð í 7. sæti af 62 keppendum. Magnað hlaup hjá kappanum. Fyrra metið átti Kári Steinn Karlsson – […]

meira...

Glæsilegur árangur á HM í 1/2 maraþoni

Íslensku keppendurnir þrír bættu sig öll á Heimsmeistaramótinu í 1/2 maraþoni sem lauk rétt í þessu í Valencia á Spáni. Elín Edda Sigurðardóttir bætti sinn besta tíma um 5 sekúndur þegar hún kom í mark á tímanum 1;21:20 klst. Með þessu árangri náði hún 104 sæti. Andrea Kolbeinsdóttir bætti sinn fyrri árangur verulega og hljóp […]

meira...

Norðurlandamótið í beinni!-Uppfærðir tímar!

Í dag frá klukkan 12-16 keppa 11 íslenskir keppendur á „Nordenkampen“ í Uppsala í Svíþjóð.    Tímaseðill íslensku keppendanna; 12:00  Hulda Þorsteinsdóttir í stangarstökki 12:10 Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir í hástökki 12:15 Einar Daði Lárusson í 60m grindarhlaupi 12:20 Irma Gunnarsdóttir í langstökki 12:25 Tiana Ósk Whitworth í 60m hlaupi 12:45 Guðni Valur Guðnason í kúluvarpi […]

meira...

MÍ í fjölþrautum 2018 – fyrri dagur

Keppni í fimmtarþraut fer fram á fyrri degi mótsins. Í fimmtarþraut kvenna var Gunnhildur Gígja Ingvadóttir úr Aftureldingu eini keppandinn, kláraði þrautina og því Íslandsmeistari 2018. Meiri keppni var í fimmtarþraut 16-17 ára stúlkna. Eftir þrjár greinar leiddi Helga Margrét Haraldsdóttir ÍR með nokkrum yfirburðum, en svo náði hún ekki gildu langstökki. Við kyndlinum tók […]

meira...

MÍ 11-14 ára fer fram 27-28 janúar

Meistaramót Íslands í flokki 11-14 ára fer fram í Laugardalshöll dagana 27-28 janúar næstkomandi. Búist er við skemmtilegri keppni og mikilli þátttöku.   Boðsbréf fyrir mótið má nálgast hér: boðsbréf_MÍ_11-14_inni_2018

meira...
1 2 3 4 5 6 7
X
X