Vilhjálmur Einarsson

Vilhjálmur Einarsson látinn

Frjálsíþróttahreyfingin syrgir nú einn af sínum allra fremstu sonum eftir að hinn frækni þrístökkvari, silfurmaðurinn Vilhjálmur Einarsson lést í gærkvöldi á Landspítalanum í Reykjavík á sínu 86. aldursári. Afrek Vilhjálms eru einstök á íþróttasviðinu, silfur á Ólympíuleikum, brons á Evrópumóti og Íslandsmet í þrístökki sem brátt hefur staðið í sextíu ár! Að vonum hlaut Vilhjálmur margvíslegar […]

meira...

61. Frjálsíþróttaþingi slitið í Kópavogi

61. Frjálsíþróttaþingi var slitið í dag í Kópavogi. Bæjarfulltrúarnir Pétur Hrafn Sigurðsson og Theodóra S. Þorsteinsdóttir voru þingforsetar og stýrðu þinginu af mikilli röggsemi. Ekki veitti af því alls voru afgreiddar 54 þingtillögur. Hjálpaði mjög til að þingið var rafrænt, í fyrsta sinn, sem jók á skilvirkni þess. Góðir gestir heiðruðu þingið með nærveru sinni. […]

meira...

Sindri Hrafn Guðmundsson nær EM lágmark í spjótkasti

Spjótkastarinn knái úr Breiðabliki, Sindri Hrafn Guðmundsson, stórbætti í gær sinn besta árangur í spjótkasti þegar hann kastaði 80,49m á fyrsta háskólamóti sumarsins hjá Utah State University. Sindri Hrafn bætti ekki aðeins sinn besta árangur, sem var 77,28m, heldur bætti um leið met skólans. Í þriðja lagi náði Sindri Hrafn um leið lágmarki til keppni […]

meira...

Æfingabúðir Úrvalshóps FRÍ heppnuðust vel í Hafnarfirði

Unglinganefnd FRÍ stóð fyrir vel heppnuðum æfingabúðum fyrir efnilegustu frjálsíþróttaunglinga landsins um helgina. Allir lögðust á eitt til að tryggja sérlega vel heppnaða stund í Hafnarfirði. Fyrst er að telja að FH-ingar opnuðu frjálsíþróttahús sitt í Kaplakrika fyrir hópnum. Sama má segja um Setbergsskóla sem opnaði dyr sínar fyrir unglingunum. Nokkrir úrvals þjálfarar sinntu hópnum og gáfu […]

meira...

Hilmar Örn slengdi sleggjunni yfir sjötíu metra á Texas Relays

Sleggjukastarinn frækni Hilmar Örn Jónsson virðist koma ágætlega undan vetri í Virginíu. Hilmar Örn keppti í gær á Texas Relays mótinu í Texas. Hilmar kastaði 7,26kg sleggjunni 70,30m í fjórða kasti. Þrír kastarar köstuðu lengra en Hilmar. Þeirra lengst kastaði Alexander Young frá SE Lousianna háskóla en hann kastaði 71,77m, styttra en tæplega ársgamalt Íslandsmet Hilmars Arnar, 72,12m. […]

meira...

Vigdís Jónsdóttir bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti um tæpa þrjá metra!

Vigdís Jónsdóttir fylgdi á eftir góðum árangri sínum af Vetrarkastmóti Evrópu með stórbætingu á Íslandsmeti sínu í sleggjukasti á Góu móti FH í Kaplakrika. Vigdís kastaði 61,77m í öðru kasti og bætti þannig Íslandsmet sitt um tæpa þrjá metra. Fyrra met Vigdísar var 58,82m, sett í október á liðnu ári. Fyrstu fjögur köst Vigdísar voru […]

meira...

Ari Bragi og Jón Arnar eiga nú gullskó Vilmundar

Á RIG nú í vetur fór fram nokkuð merkileg afhending, Ari Bragi Kárason fékk þá afhentan gullskó íslenskra spretthlaupara. Það var viðurkenning á því að hann ætti nú annað af tveimur helstu spretthlaupsmetum Íslands, Íslandsmet í 100m hlaupi. Nú er að sjá hvort Ari Bragi nær að fullkomna parið í sumar með því að slá met Jóns Arnars Magnússonar […]

meira...

Vigdís Jónsdóttir raðar köstum að Íslandsmetslínunni

Vigdís Jónsdóttir úr FH stóð sig vel í sleggjukastkeppni Vetrarkastmóts Evrópu í morgun. Vigdís kastaði lengst 58,69m, aðeins 13cm frá Íslandsmeti sínu í sleggjukasti kvenna. Kastið tryggði Vigdísi fjórða sæti í B hópi keppni morgunsins og tólfta sætið alls í keppni í sleggjukasti kvenna 22ja ára og yngri. Athygli vakti jöfn og góð kastsería Vigdísar en […]

meira...

Ásdís önnur á Vetrarkastmóti Evrópu

Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni gerði vel á Vetrarkastmóti Evrópu á Kanarýeyjum í dag. Hún náði öðru sæti með kasti upp á 59,20m. Sigurvegarinn Martina Matej frá Slóveníu sigraði með 60,66m. Ásdís á pallinum með Martinu Ratej, Slóveníu og Christinu Husson, Þýskalandi Heildar úrslit keppninnar fylgja hér að neðan:   Nafn – Land 1 2 3 […]

meira...

HSK/Selfoss A lið sigraði í Bikarkeppni 15 ára og yngri með yfirburðum

Sunnlendingarnir úr A liði HSK/Selfoss sýndu mikla yfirburði í Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri sem fram fór í Laugardalshöll í dag. Þeir náðu 116 stigum en lið ÍR varð næst með 77 stig, tveimur fleiri en sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar. HSK/Selfoss sigraði bæði í karla og kvennakeppninni í dag. Heildar úrslit í stigakeppninni má sjá hér. Alls voru […]

meira...
1 2 3 4
X
X