Átta Íslendingar á Bauhaus Junioren Gala

Næstu helgi, 29. og 30. júní, fer fram Bauhaus Junioren Gala í Mannheim í Þýskalandi. Mótið er haldið árlega og er mjög sterkt alþjóðlegt unglingamót þar sem yfir 400 keppendur taka þátt frá löndum víðsvegar um heiminn. Lágmörk fyrir mótið eru stíf en átta Íslendingar hafa náð þeim og munu því keppa á mótinu.

Íslensku keppendurnir eru:
Birna Kristín Kristjánsdóttir – Langstökk, 4x100m
Erna Sóley Gunnarsdóttir – Kúluvarp
Elísabet Rut Rúnarsdóttir – Sleggjukast
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – 100m, 200m 4x100m
Hinrik Snær Steinsson – 200m, 400m
Tiana Ósk Whitworth- 100m, 200m 4x100m
Valdimar Hjalti Erlendsson- Kringlukast
Þórdís Eva Steinsdóttir – 200m, 400m, 4x100m

Hér er heimasíða mótsins þar sem finna má tímaseðil og úrslit mótsins verða birt jafnóðum.
Hér verður sýnt beint frá mótinu.