Atlas Endurhæfing styður Frjálsíþróttasamband Íslands

Atlas Endurhæfing og Frjálsíþróttasamband Íslands undirrituðu samning á föstudaginn sl. og er Atlas nú í skilgreindu fagteymi FRÍ sem tengist afreksstefnu sambandsins. Er það sannarlega fagnaðaraefni þar sem Atlas hefur yfir að ráða gríðarlega færum sjúkraþjálfurum með mikla reynslu í meðhöndlun afreksfólks.
Atlas Endurhæfing sérhæfir sig í greiningu, meðhöndlun og endurhæfingu íþróttafólks og getur FRÍ nú sent íþróttafólk sitt til Atlas Endurhæfingar sem staðsett er á Engjavegi 6 í Laugardal.
Markmið samningsins er að veita FRÍ aðgang að bestu mögulegu, greiningu og endurhæfingarþjónustu sem liggur fyrir á hverjum tíma og mun Atlas Endurhæfing gera sitt besta til að tryggja að besta mögulega þjónusta við sambandið og íþróttamenn þess sé ávallt fáanleg.
Hér má sjá heimasíðu Atlas þar sem hægt er að kynna sér starfsemi þeirra betur.
Á myndinni má sjá Guðmund Karlsson, Framkvæmdastjóra FRÍ og Pétur Einar Jónsson, sjúkraþjálfara og annar af eigendum Atlas Endurhæfingar.