Atlaga að metum í Mannheim um helgina

Junioren Gala er eitt stæsta mót ungmenna í frjálsíþróttum og er liður í undirbúningi þessara keppenda fyrir HM sem fram fer í Eugene í Oregon-ríki í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði. Aníta hefur undanfarin tvö ár bætt Íslandsmetið í 800 m hlaupi á þessu móti og aðrir keppendur bætt sig líka.
 
Keppt er bæði laugardag og sunnudag og verður Frjálsíþróttasamband Þýskalands með beinar útsendingar frá mótinu. Sjá hér.
 
Skv. tímaseðli keppir okkar fólk sem hér segir, að íslenskum tíma:
 
Laugardagur
  • Vigdís Jónsdóttir k. 12:15 í sleggjukasti
  • Kolbeinn Höður og Jóhann Björn kl. 13:10 í 400 m hlaupi
  • Aníta Hinriksdóttir kl. 13:30 í 400 m hlaupi
  • Hilmar Örn Jónsson kl. 14:30 í sleggjukasti
Sunnudagur
  • Sindri Hrafn Guðmundsson kl. 11:40, spjótkast
  • Kolbeinn Höður og Jóhann Björn kl. 12:05 í 200 m hlaupi
  • Aníta Hinriksdóttir kl. 13:34 í 800 m hlaupi

FRÍ Author