Ásmundur Jónsson hluti af fagteymi FRÍ

Nuddarinn Ámundur Jónsson bættist við fagteymi FRÍ nú á dögunum.

Ásmundur er reynslumikill nuddari og hefur hann starfað með afreksfólki úr hinum ýmsum íþróttagreinum s.s. knattspyrnumönnum, handboltafólki, skautadönsurum, ballerínum, frjálsíþróttafólki, hjólreiðafólki, kraftlyfingakonum o.fl.

Ásmundur hefur verið ötull að sækja sér aukna þekkingu varðandi nýjungar í meðhöndlun íþróttameiðsla og endurheimt. Hefur hann einnig mikla reynslu af því að fara í keppnisferðir sem nuddari með og án sjúkraþjálfara.

Frjálsíþróttasamband Íslands er gríðarlega stolt af því að hafa fagmann eins og Ásmund í fagteyminu og býður hann hjartanlega velkominn!