Ásdís þriðja á Vetrarkastmótinu í Sofíu í Búlgaríu.

Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni varð í þriðja sæti á Vetrarkastmótinu í Sofíu sem fram fór í dag.  Hún kastaði 56,44m, sigurvegarinn Hatsko frá Úkraníu kastaði 58,35m og Eisenlauer frá Þýskalandi varð önnur með kast uppá 56,99m.  Ásdís sýndi það enn og aftur að hún er með fremstu spjótkösturum í Evrópu í dag en 16 keppendur tóku þátt.
 
Úrslitin má sjá hér.
 
 

FRÍ Author