Ásdís og Bergur Ingi frjálsíþróttafólk ársins 2008

Stjórn FRÍ hefur valið frjálsíþróttafólk ársins 2008. Fyrir valinu urðu þau Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni og Bergur Ingi Pétursson sleggjukastari úr FH.
 
Helstu afrek þeirra á árinu 2008:
 
Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni (23 ára):
• Ásdís tvíbætti Íslandsmetið á árinu, fyrst í Evrópubikakeppni landsliða í Tallinn, kastaði þá 57,49m. Hún bætti metið síðan aftur á Savo Games í Finnlandi 20. júlí, þegar hún kastaði 59,80m og sigraði. Ásdís bætti Íslandsmetið því um 2,70m á þessu ári.
• Ásdís er í 36. sæti á heimslista ársins með þann árangur, en þetta er jafnframt annar besti árangur á Norðurlöndum á árinu.
• Ásdís sigraði í Evrópubikarkeppni landsliða í Tallinn í júní, kastaði 57,49m.
• Ásdís keppti á Ólympíuleikunum í Peking en náði sér ekki á strik þar.
• Ásdís náði á árinu lágmarki fyrir Heimsmeistaramótið í Berlín á næsta ári.
 
Bergur Ingi Pétursson, FH (23 ára):
• Bergur Ingi þríbætti Íslandsmetið á árinu, fyrst á Vetrarkastmóti í Finnlandi í lok febrúar úr 70,30m í 70,52m, síðan á Vetrarkastmóti Evrópu í mars úr 70,52m í 73,00m. Í þriðja sinn á móti í Hafnarfirði 25. maí í 74,48m. Bergur Ingi bætti því Íslandsmetið alls um 4,18 metra á árinu.
• Bergur Ingi er í 61. sæti á heimslista ársins með þann árangur, en það er jafnframt þriðji besti árangur á Norðurlöndum á árinu.
• Bergur Ingi keppti á Vetrarkastmóti Evrópu í Split 15. mars og varð í 9. Sæti af 20 keppendum, kastaði 73,00m og bætti Íslandsmetið á mótinu um 2,70m.
• Bergur Ingi sigraði í Evrópubikarkeppni landsliða í Tallinn í júní, kastaði 71,44m.
• Bergur Ingi keppti á Ólympíuleikunum í Peking, þar sem hann kastaði 71,63m og varð í 25.sæti af 33 keppendum.
• Bergur Ingi náði á árinu lágmarki fyrir Heimsmeistaramótið í Berlín á næsta ári.
 
Myndina af Ásdísi og Berg Inga tók Unnur Sigurðardóttir í Peking.

FRÍ Author