Ásdís keppir í nótt kl. 02:40

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni keppir í undankeppni spjótkastsins kl. 02:40 í nótt að íslenskum tíma.
Ásdís er í síðasti kasthópi, en alls taka 54 konur þátt í spjótkastkeppni Ólympíuleikana og keppa
27 í hvorum kasthópi, en fyrri hópurinn kastar kl. 01:00.
 
Búið er að gefa út að til þess að tryggja sér sæti í úrslitum þurfi að kasta spjótinu 61,50 metra, en ef færri kasta svo langt, þá fara alltaf 12 bestu í úrslit og má búast við að til þess þurfi að kasta a.m.k. 60 metra.
Ásdís er sjöunda í kaströð, en hún á 21. besta árangur af þeim sem keppa í hennar hópi og 15. besta árangur á þessu ári. Í heildina þá er Ásdís með 41. besta árangur af þeim 54 sem keppa og 31. besta árangur á þessu ári.
Aðeins þrjár konur frá Norðurlöndum taka þátt í spjótkastkeppni kvenna, en auk Ásdísar keppa þær Christina Scherwin frá Danmörku og Mikaela Ingberg frá Finnlandi.
 
Ásdís hefur átt í vandamálum vegna meiðsla á olnboga alveg frá því hún setti íslandsmet sitt 59,80 metra í Lapinlathi í Finnlandi 20. júlí sl. og hefur ekki getað beitt sér í æfingum að undanförnu, en vonandi verður það í lagi í nótt.
 
Sjá nánar: www.iaaf.org

FRÍ Author