Ásdís kastaði sig inní úrslitin í spjótinu

Ásdís var í þessu að tryggja sig inní úrslitin í spjótinu á EM í Barcelona.  Frábært hjá henni. Þær voru aðeins 5 sem köstuðu yfir tilskylda vegalengd til að komast í úrslitin en síðan réði lengstu köstin. Hún náði að kasta í þriðja og síðasta kastinu 56,55m og varð sú síðasta til að tryggja sig inní úrslitin.
 
Úrslitin verða síðan á fimmtudaginn klukkan 18:40 á íslenskum tíma.
 
Óskum Ásdísi innilega til hamingju með þennan árangur og vitum að hún á eftir að gera ennþá betri hluti í úrslitunum.

FRÍ Author