Ásdís kastaði aftur yfir ólympíulágmarki í gær, 56,50 metra

Sigurbjörn Árni Arngrímsson HSÞ og Þorbergur Ingi Jónsson Breiðabliki kepptu í 1500m hlaupi í Gautaborg sl. þriðjudag. Sigurbjörn Árni varð í 7. sæti í hlaupinu á besta tíma sínum í ár, 3:55,36 mín og Þorbergur Ingi var í 8. sæti á 3:59,89 mín.
 
Á 9. Coca Cola móti FH í Kaplakrika í gær náðist góður árangur í þrístökki karla, en Jónas Hlynur Hallgrímsson FH sigraði, stökk 14,58 metra ( 3,2) og Kristinn Torfason FH varð í öðru sæti með stórbætinu, 14,28 metra ( 1,9). Næstlengsta stökk Jónasar var löglegt, en það mældist 14,22 metrar ( 1,8).
Þetta er besti árangur í þrístökki karla á þessu ári.
 
Í dag hefst keppni á Gautaborgarleikunum eða Världungdomsspelen, einu stærsta barna- og unglingamóti í Evrópu ár hvert, en um 3500 keppendur taka þátt í mótinu, þar af um 80 íslenskir keppendur frá nokkrum félögum. Mótið fór fyrst fram árið 1996 og hefur vaxið og dafnað síðan, en mótið er haldið á hinum glæsilega Ullevi leikvangi, þar sem HM fór fram árið 1995 og EM fyrir tveimur árum.
Á mótinu í ár verður keppt í alls 197 keppnisgreinum í aldursflokkum frá 12 ára og uppí fullorðinsflokka og koma keppendur frá alls 350 félögum og 20 þjóðlöndum. Flestir íslensku keppendana eru í yngri aldursflokkum, en nokkrir íslenskir landsliðsmenn taka einnig þátt í mótinu í ár eins og undanfarin ár.
 
Meðal keppenda á Gautaborgarleikunum eru sigurvegarar úr Skólaþríþraut FRÍ og Iceland Express í vor, en það eru þau Ásgerður Jana Ágústsdóttir Brekkuskóla, Hekla Rún Ámundadóttir Seljaskóla, Gunnar Ingi Harðarson Laugarnesskóla og Sindri Hrafn Guðmundsson Smáraskóla. Krakkarnir fengu ferðina í verðlaun frá FRÍ og Iceland Express, fyrir sigur í sínum árgangi á lokamótinu 31. maí sl. í Laugardalshöll.
Heimasíða mótsins er: www.vuspelen.just.nu
 
 
 
 

FRÍ Author