Ásdís Hjálmsdóttir í 10. sæti á EM.

Ásdís náði sér ekki á strik í spjótkastinu í kvöld en hún kastaði lengst 54,32m.  Hún varð í 10. sæti af 12 keppendum sem komust í úrslit. Engu að síður frábær árangur hjá henni, næst besti árangur íslendings í spjótkasti á EM en Einar Vilhjálmsson náði 9.sæti á árinu 1990.
 
Á morgun, föstudag keppa:
     Kl.9:00 að íslenskum tíma keppir Helga Margrét Þorsteinsdóttir í
     sjöþraut. Fyrsta grein er 100m grind og er hún í fyrsta riðli á 3. braut.
     Kl.9:30 keppir Óðinn Björn Þorsteinsson í kúluvarpi, hann er í B grúbbu
     og 2. í kaströð.
     Kl.16:35 keppir Þorsteinn Yngvarsson í langstökki, hann er í A grúbbu
     og 8. í stökkröð.
    

FRÍ Author