Ásdís Halla Bragadóttir nýr formaður Frjálsíþróttasambandsins 5

Ásdís Halla er fyrsta konan sem gegnir embætti formanns FRÍ frá því sambandið var stofnað 16. ágúst 1947.
Þá var Guðlaug Baldvinsdóttir einnig kjörin ný inn í stjórn og þeir Gestur Guðjónsson, Gunnar Sigurðsson og Hörður Sverrisson voru endurkjörnir, en þeir komu nýir inn í stjórn FRÍ á síðasta þingi 2006.
  
Í varastjórn voru eftirfarandi kjörin:
Birgir Guðjónsson, Dóra Gunnarsdóttir, Felix Sigurðsson, Ingibjörg St. Ingjaldsdóttir og Stefán Jónasson.
 
Fjölmargar tillögur voru samþykktar á þinginu í dag m.a.;
· Setja á fót Mannvirkjanefnd FRÍ
· Stofna útgáfu- og útbreiðslunefnd FRÍ
· Tillaga um samvinnu FRÍ og annara sérsambanda um sjónvarpsmál
· Að bæta 11 ára aldurflokki við MÍ 12-14 ára, innan og utanhúss.
· Að árangurstengja stigakeppni á Meistaramóti Íslands utanhúss eins og á MÍ innanhúss, þar sem sex fyrstu sæti gefa stig skv. stigatöflu IAAF. Ef keppendur ná ekki 600 stigum, þá fá þeir engin stig.
600 stiga reglan gildir einnig fyrir MÍ innanhúss.
· Að verðlauna besta löglega árangur karla og kvenna á Meistaramóti FRÍ innan og utanhúss.
 
Hagnaður varð af rekstri sambandsins bæði árin, 2006 og 2007, samanlagt kr. 4.803.077 fyrir fjármagnsliði og kr. 2.554.463 eftir fjármagnsliði.
Eigið fé var neikvætt um kr. 6.247.652 og langtímaskuldir voru kr. 6.259.807 í lok árs 2007.
 

FRÍ Author