Ásdís fer á HM í Moskvu

 Aníta Hinriksdóttir, 800 m hlaupari, hefur tilkynnt að hún muni ekki gefa kost á sér á HM.  Aníta er einungis 17 ára gömul og mun hún einbeita sér að stórmótum ungmenna í sumar.  Heimsmeistaramót 17 ára og yngri fer fram í Donetsk í Úkraínu 10. – 14. júlí og Evrópumeistaramót 19 ára og yngri fer fram strax í vikunni á eftir eða 18. – 21. júlí í Rieti á Ítalíu.  Nú um helgina keppir Aníta í 400 m og 800 m hlaupi á stóru alþjóðlegu boðsmóti fyrir ungmenni í Mannheim í Þýskalandi.  Nóg er því um verkefni fyrir Anítu og nægur tími til stefnu til að blanda fullorðinsmótum við.
 
Myndina af Ásdísi sem fylgir fréttinni tók Gunnlaugur Júlíusson í Evrópukeppni landsliða sem haldin var í Banska Bystrica um síðustu helgi.

FRÍ Author