Ásdís bætti Íslandsmetið í 61,37 metra, er í 7. sæti á heimslistanum

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni byrjaði sumarið með því að setja nýtt Íslandsmet í spjótkasti á JJ-móti Ármanns í dag.
Ásdís kastaði lengst 61,37 metra í dag og bætti eigið met, sem hún setti á Vetrarkastmóti Evrópu í Los Realejos á Kanaríeyjum 15. mars sl. um 95 sm, en það var 60,42 metrar. Þessi árangur Ásdísar skilar henni í 7. sæti heimslistans í spjótkasti kvenna, en hún var fyrir í 10. sæti listans. Aðstæður voru góðar í Laugardalnum í dag og það nýtti Ásdís sér vel í dag. Kastsería Ásdísar var eftirfarandi: 55,04-53,60-58,66-61,37-sl-óg. Síðasta kast Ásdísar var einnig vel yfir 60 metra línuna, en spjótið lennti rétt utan við geirann.
 
Það er ljóst að Ásdís er að stimpla sig inn í heimsklassann í spjótkasti kvenna með þessum árangri, en Ásdís verður 23 ára á þessu ári. FRÍ óskar Ásdísi, félagi hennar og þjálfara, Stefáni Jóhannssyni til hamingju með þennan glæsilega árangur. Í öðru sæti í spjótkastinu í dag varð Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni, kastaði 43,65 m og bætti sinn besta árangur um 1,24 metra, en hún átti best 42,41 m frá árinu 2007.
 
Ágætur árangur náðist í mörgum greinum í góða veðrinu á Laugardalsvellinum í dag og margir settu persónuleg met í dag. Sigurvegarar í öðrum greinum á JJ-mótinu í dag urðu:
* 100m karla: Magnús Valgeir Gíslason, Breiðablik, 11,18 sek.
* 100m kvenna: Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir, ÍR, 12,42 sek. (PB).
2. sæti: Linda Björk Lárusdóttir, Breiðabliki, 12,50 sek. (PB).
* 400m karla: Haraldur Einarsson, HSK, 51,40 sek. (PB).
* 400m kvenna: Stefánía Hákonardóttir, Fjölni, 59,70 sek.
* 800m kvenna: Marta Sigrún Jóhannsdóttir, ÍR, 2:36,01 mín.
* 1500m karla: Þorbergur Ingi Jónsson, ÍR, 3:59,51 mín.
* 3000m konur: Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni, 10:10,85 mín.
* 110m gr. karla: Ólafur Guðmundsson, HSK, 15,57 sek.
* 400m gr. kvenna: María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármanni, 66,17 sek. (PB).
* Hástökk karla: Aron Kárason, HSK, 1,85 m.
* Langstökk kvenna: Jóhanna Ingadóttir, ÍR, 5,88 m.
* Kúluvarp kvenna: Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni, 13,19 m. (2 sm frá eigin stúlknameti, 13,21 m.)
* Spjótkast karla: Jón Ásgrímsson, FH, 68,34 m.
2. sæti: Guðmundur Hólmar Jónsson, Ármanni, 67,70 m. (PB, átti best 66,08 m frá árinu 2003).
 
Það er því óhætt að segja að keppnistímabilið byrji vel, en þetta er fjórða Íslandsmetið utanhúss á þessu ári, en auk Ásdísar sem er búin að tvíbæta metið á þessu ári, er Sanda Pétursdóttir, ÍR, búin að bæta Íslandsmetið í sleggjukasti kvenna og Kári Steinn Karlsson, Breiðabliki, í 5000 m hlaupi karla.
 
Heildarúrslit frá JJ-móti Ármanns eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni; www.mot.fri.is

FRÍ Author