Ásdís sentimetra frá Íslandsmetinu

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppti í gær í kúluvarpi gegn sterkum keppendum á mótinu Spåret Grand Prix í Svíþjóð. Ásdís bætti sinn besta árangur þegar hún kastaði 16,18 metra.

Fyrir átti Ásdís best 15,96 metra en það var Íslandsmetið í greininni þar til Erna Sóley Gunnarsdóttir bætti það fyrir mánuði síðan. Íslandsmet Ernu er 16,19 metrar og því var kast Ásdísar í gær aðeins einum sentimetra frá Íslandsmetinu.

Ásdís á Íslandsmetið utanhúss sem er 16,53 metrar og því á hún enn inni töluverða bætingu innanhúss.