Ásdís sænskur bikarmeistari

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppti í gær í spjótkasti í sænsku bikarkeppninni. Ásdís kastaði lengst 58,14 metra, setti mótsmet og vann til gullverðlauna. Ásdís keppir fyrir Spårvägens Friidrottsklubb og fór mótið fram á hennar heimavelli. Næstu helgi verður svo sænska meistaramótið þar sem Ásdís verður aftur á meðal keppenda.