Ásdís og Guðni Valur frjálsíþróttafólk ársins

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands fór fram í gærkvöldi í Laugardalshöllinni. Boðið var upp á flottar veitingar og veittar voru ýmsar viðurkenningar fyrir góðan árangur á liðnu ári.

Guðni Valur Guðnason, kringlukastari úr ÍR, var valinn frjálsíþróttakarl ársins árið 2018. Guðni Valur keppti á EM fullorðinna í sumar og átti stigahæsta afrek ársins samkvæmt stigatöflu IAAF. Frjálsíþróttakona ársins var Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni. Ásdís hefur verið ofarlega á heimslistanum í spjótkasti í mörg ár og hefur keppt á fjölmörgum stórmótum. Nú síðast á EM í Berlín síðastliðið sumar.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir spretthlaupari úr ÍR átti frábært ár og hlaut hún fjórar viðurkenningar. Guðbjörg fékk Jónsbikarinn fyrir besta spretthlaupsafrekið, hún fékk viðurkenningu fyrir óvæntasta afrekið og var valin stúlka ársins 20 ára og yngri og mikilvægasta frjálsíþróttakona ársins.

Einnig var úthlutað úr afrekssjóð FRÍ. Þar hlutu eftirtaldir íþróttmenn styrk:

 • Aníta Hinriksdóttir, ÍR
 • Ásdís Hjálmsdóttir, Ármann
 • Guðni Valur Guðnason, ÍR
 • Sindri Hrafn Guðmundsson, Breiðablik

Einnig hlutu eftirtaldir íþróttamenn styrk fyrir góðan árangur á árinu:

 • Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR. Úrslit á EM undir 18 ára og lágmark á Ólympíuleika ungmenna
 • Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR. Gull og brons á EM undir 18 ára og Ólympíumeistari ungmenna
 • Irma Gunnarsdóttir, Breiðablik. Norðurlandameistari í sjöþraut kvenna undir 23 ára
 • Valdimar Hjalti Erlendsson, FH. Úrslit á EM undir 18 ára og lágmark á Ólympíuleika ungmenna

Hér að neðan má sjá listann í heild sinni yfir þá sem hlutu viðurkenningu

 • Frjálsíþróttakarl ársins: Guðni Valur Guðnason
 • Frjálsíþróttakona ársins: Ásdís Hjálmsdóttir
 • Stigahæsta afrek ársins samkvæmt stigatöflu IAAF: Guðni Valur Guðnason
 • Besta spretthlaupsafrek (Jónsbikar): Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir
 • Stökkvarar árins: Hafdís Sigurðardóttir og Kristinn Torfason
 • Millivegalengdahlauparar ársins: Aníta Hinriksdóttir og Kristinn Þór Kristinsson
 • Kastarar ársins: Ásdís Hjálmsdóttir og Guðni Valur Guðnason
 • Fjölþrautafólk ársins: Ingi Rúnar Kristinsson og Irma Gunnarsdóttir
 • Óvæntasta afrekið: Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir
 • Götuhlauparar ársins: Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson
 • Ofurhlauparar ársins: Elísabet Margeirsdóttir og Þorbergur Ingi Jónsson
 • Öldungar ársins: Anna Sofia Rappich og Óskar Hlynsson
 • Piltur og stúlka ársins 20 ára og yngri: Valdimar Hjalti Erlendsson og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir
 • Hvatningarverðlaun unglingaþjálfara: Þjálfarar HSK/Selfoss 19 ára og yngri
 • Hópur ársins: EM 18 ára og yngri. Birnar Kristín Kristjánsdóttir,  Elísabet Rut Rúnarsdóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Helga Margrét Haraldsdóttir og Valdimar Hjalti Erlendsson
 • Nefnd ársins: Langhlaupanefnd
 • Mikilvægasta frjálsíþróttafólk ársins: Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Hlynur Andrésson
 • Viðurkenning fyrir góðan árangur á HM öldunga: Jón Bjarni Bragason, Kristján Gissurarson, Stefán Hallgrímsson