Ásdís með sterka opnun inní sumarið!

Spjótkastarinn sterki úr Ármanni Ásdís Hjálmsdóttir keppti á laugardaginn 6 maí á móti i Zürich og vann með kasti uppá 59,95m. Með þessu kasti skaust hún uppí 13. sæti heimslistans í ár. Ásdís átti kast í kringum HM lágmarkið sem er 61,40m en gerði það því miður hárfínt ógilt. Veðrið á mótinu var allskostar ekki gott, rigning og kalt svo ljóst er að Ásdís kemur gríðarlega sterk inní sumarið. Hennar næsta mót fer fram í Riga 25 maí (Riga Cup) og þaðan liggur leiðin til móts við íslenska keppnisliðið á Smáþjóðaleikana í San Marino. Það verður spennandi að fylgjast með Ásdísi á næstu vikum þar sem hún er í sínu allrabesta formi.