Ásdís með kast yfir 60 metra

Ásdís Hjálms­dótt­ir kastaði sitt lengsta kast á árinu þegar hún kastaði 60,34 metra í Joensuu í Finn­landi. Þetta kast kom í sjöttu og síðustu umferð og var það eina sem var yfir 60 metra.

Ásdís endaði í öðru sæti og var aðeins um 20 sentí­metr­um á eft­ir Sofi Fink frá Svíþjóð sem kastaði lengst. Íslandsmet Ásdísar er frá sama móti fyrir ári síðan þegar hún kastaði 63,43 metra.