Ásdís með flotta opnun í kringlukasti og kúluvarpi

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni keppti í dag í kringlukasti og kúluvarpi í Bottnaryd sem er í Jönköbing Svíþjóð. Hún bætti sinn persónulega árangur í kringlukasti með kasti uppá 52,19m  og kastaði svo kúlunni15,14m. Ljóst að Ásdís kemur sterk tilbaka eftir smávægileg meiðsli og næst á dagskrá er sumaropnun í aðalgrein hennar, spjótkasti.