Ásdís í úrslit á HM í London!

Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari úr Ármanni kastaði 63,06m í þriðja kasti sínu í  undankeppni HM í London rétt í þessu. Með þessu kasti flaug hún inní úrslitin og endaði í 9 sæti, hin tvö köstin voru undir 60 metrum og hefðu ekki dugað henni til að komast áfram. Kasta þurfti 63.50 til að fara beint áfram eða 12 efstu ef færri náðu að kasta yfir tilskilda línu. Gríðarleg spenna var og keppnin jöfn og 12 sætið inn var 62.29m.

Þetta er lengsta kast Ásdísar á stórmóti og magnað að ná að koma með langt kast í þriðju tilraun og undir mikilli pressu.

Magnað Ásdís og innilega til hamingju!

 

Á myndinni er Ásdís rétt fyrir keppnina með Kari Kiviniemi sænskum þjálfara sínum.