Ásdís Hjálmsdóttir bætti Íslandsmet sitt í kúluvarpi innanhúss í dag!

Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari með meiru sýnir að hún er í fínu formi nú í upphafi árs. Ásdís keppti í kúluvarpi á svissneska meistararmótinu sem haldið var í Magglingen í Sviss í dag. Þar gerði hún sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet um 1cm þegar hún kastaði kúlunni 15,96m. Þetta góða kast fór nálægt EM lágmarkinu, en það er 16,30m. Ásdís mun ekki gera fleiri atlögur að lágmarkinu heldur horfir hún nú til Vetrarkastmóts Evrópu sem fram fer á Kanarýeyjum 11. og 12. mars.

Mynd að ofan: Ásdís brosir breytt í Magglingen, enda full ástæða til!